AÐALFUNDUR STÍL 2012
Aðalfundur STÍL verður haldinn föstudaginn 2.mars kl.17.00 að Grundarstíg 10.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Gert er ráð fyrir að fundi ljúki kl.19:00 og þá verði borin fram súpa í boði félagsins.
Stjórn STÍL hefur ákveðið að heiðra félaga sína í kennarastétt sem starfa við kórstjórn. Eftir því hefur verið tekið að íslenskir kórar flytja lög á ótal tungumálum, og efla þannig veg tungumála á Íslandi. Kl.20:00, að loknum aðalfundi, mun STÍL bjóða fulltrúum kórstjóra að taka við virðingarvotti frá félaginu og njóta saman veitinga.
Nánari upplýsingar (pdf)
Fundarstaður: Grundarstíg 10, Hannesarholt
Athugið að engin almenningsbílastæði eru í boði við húsið.
Vinsamlegast notið bílahús/almenningsbílastæði í nágrenninu.
Sjá www.hannesarholt.is