Málfríður
Málfríður, tímarit Samtaka tungumálakennara, er sameiginlegt blað allra tungumálakennara á Íslandi. Það hefur það hlutverk að miðla fróðleik um starf tungumálakennara á öllum skólastigum og hvetja til umræðu um tungumálakennslu í skólum landsins.Framar öllu fjalla greinar í blaðinu um það sem kennarar eru að gera í starfi sínu, um kennsluaðferðir og hugmyndir og auk þess eru viðtöl við kennara. Allir félagsmenn í aðildarfélögum STÍL fá Málfríði í áskrift. Blaðið er sent á það heimilisfang sem skráð er hjá aðildarfélaginu. Áskrifendur geta tilkynnt um breytt póstfang með því að enda tölvupóst til Kennarasambands Íslands, Fjóla Ósk Gunnarsdóttir, fjola(hjá)ki.is. Í ritstjórn Málfríðar sitja hverju sinni fulltrúar fjögurra aðildafélaga STÍL auk fulltrúa stjórnar. Vilji menn birta grein í blaðinu, eru þeir beðnir um aðsenda hana í tölvupósti til einhvers fulltrúa í ritstjórn.
• Meginreglan er sú að greinar séu ein opna eða um 1.000 orð. Hverri grein fylgir mynd af höfundi,minnst 500 x 800 pt.
• Ákjósanlegt er að hafa millifyrirsagnir og inngangsklausu.
• Allar greinar skulu vera á íslensku.
• Ritstjórn reynir af fremsta megni að hafa ákveðin þemu í hverju blaði en þau fylla ekki endilega upp allt blaðið.
• Allar greinar í Málfríði birtast líka rafrænt.
Í ritstjórn Málfríðar eru:
Ritsjóri:
Reynir Þór Eggertsson
Menntaskólinn í Kóparvogi
frá Félagi dönskukennara
reynir.thor.eggertsson@mk.is
Eyjólfur Már Sigurðsson
Háskóla Íslands
frá Félagi frönskukennara
ems@hi.is
Erla Bolladóttir
Mími-símenntun
frá Ísbrú og stjórn STÍL
erla@mimir.is
Agnes Ósk Valdimarsdóttir
Fjölbrautaskólanum Ármúla
Frá Félagi enskukennara
agnes@fa.is
Hér má sjá eldri eintök Málfríðar
Á tímarit.is má einnig sjá Málfríði.
Hér má sjá síðasta tölublað Málfríðar
The Journal of STIL - Málfríður
The magazine Malfridur is the vehicle of language teachers in Iceland - STIL.
The magazine is published twice a year and contains professional articles and news in the field of language teaching. Malfridur is also a forum for language teachers for discussion and exchange of opinion on a professional basis.
All members of the various associations of language teachers within STIL are subscribers to the magazine. Libraries and others who are interested can also become subscribers.
Journal website