Ritsmiðja fyrir kennara
Námskeiðið er ætlað kennurum í öllum greinum grunn- og framhaldsskóla.
Tími: 7. – 9. ágúst í Reykjavík.
Skráning: Frestur til 15. júní 2012
Hámarksfjöldi: þátttakenda: 60 manns
Markmið námskeiðsins: að færa kennurum aukinn styrk og fleiri leiðir til að nýta ritun á öllum sviðum kennslu: að skrifa til skilnings.
Kennari: Dr. Jeff Wilhelm, prófessor í ensku við Boise State University, Boise, Idaho, USA, doktor í menntunarfræðum frá Wisconsinháskóla, Madison WI, USA.
Dr. Jeffrey Wilhelm hefur mikla reynslu af kennslu og ráðgjöf á öllum skólastigum, og er leiðandi í þróun ritsmiðjunnar í sínu heimalandi. Honum hefur tekist á aðdáunarverðan máta að virkja nemendur í námi og dafna í gegnum skrif. Á þriðja tug námsbóka liggja eftir Jeffrey D.Wilhelm um margvísleg efni, meðal annars koma þrjár nýjar út á yfirstandandi ári um ritunarkennslu.
Netfang: jwilhelm@boisestate.edu,
Vefsíða: www.jeffwilhelm.com
Umsjónarmaður: Dr. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir,
Netfang: stil.ragnheidur@gmail.com